Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 25. júní 2019 10:34
Elvar Geir Magnússon
Ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum Copa America
Everton, leikmaður Brasilíu.
Everton, leikmaður Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Copa America lauk í gærkvöldi en Úrúgvæ vann þá Síle. Bæði lið komast áfram í 8-liða úrslitin sem hefjast á fimmtudagskvöld.

Allir leikir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport.

Gestgjafarnir í Brasilíu, sem sýndu sínar bestu hliðar í sigrinum gegn Perú um helgina, leika gegn Paragvæ. Argentínumenn mæta Venesúela og ríkjandi meistarar í Síle leika gegn Kólumbíu.

8-liða úrslitum lýkur á laugardagskvöld þegar Úrúgvæ og Perú eigast við.

27. júní (fimmtudagskvöld):
00:30 Brasilía - Paragvæ

28. júní (föstudagskvöld):
19:00 Venesúela - Argentína

28. júní (föstudagskvöld):
23:00 Kólumbía - Síle

29. júní (laugardagskvöld):
23:00 Úrúgvæ - Perú

Undanúrslit verða 2. og 3. júlí. Leikurinn um þriðja sætið verður 6. júlí. Úrslitaleikurinn verður í Rio de Janeiro þann 7. júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner