Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 28. september 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sunnlenska 
Valli Reynis og Gaui Tobba skildu jafnir á Selfossi
Valli Reynis á fleygiferð.
Valli Reynis á fleygiferð.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Lokahóf yngri flokka Selfoss fór fram um síðustu helgi og var nýr pannavöllur vígður með fjörugri viðureign.

Pannavöllurinn heitir Bennavöllur í höfuðið á Benedikt Reyni Ásgeirssyni sem lést í bílslysi árið 1988, enn á táningsaldri.

Benedikt æfði knattspyrnu alla tíð og var liðsfélagi Valla Reynis og Gauja Tobba, sem hefur verið mikið sungið um í sumar, á Selfossi.

Í laginu, sem er flutt af Ingólfi Þórarinssyni, segir meðal annars að Valli Reynis sé „miklu betri en Gaui Tobba".

Pannavöllurinn var því að sjálfsögðu vígður með einvígi á milli Valla og Gauja, sem lauk með 1-1 jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner