Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 28. nóvember 2019 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Mögnuð endurkoma AZ - Fimm lið áfram
Mikil innlifun hjá leikmönnum AZ í þessu fagni.
Mikil innlifun hjá leikmönnum AZ í þessu fagni.
Mynd: Getty Images
Wolves er komið áfram.
Wolves er komið áfram.
Mynd: Getty Images
CSKA er úr leik. Hörður Björgvin Magnússon leikur með CSKA.
CSKA er úr leik. Hörður Björgvin Magnússon leikur með CSKA.
Mynd: CSKA Moskva
Arnór Sigurðsson leikur einnig með CSKA.
Arnór Sigurðsson leikur einnig með CSKA.
Mynd: Getty Images
Manchester United heldur toppsætinu í L-riðli Evrópudeildarinnar þrátt fyrir tap gegn Astana frá Kasakstan fyrr í dag. AZ Alkmaar og Partizan, hin liðin í riðlinum, gerðu jafntefli.

Partizan leiddi 2-0 í hálfleik gegn AZ í leik sem fram fór í Hollandi. Heldur betur óvænt, en útlitið versnaði fyrir AZ þegar Myron Boadu, leikmaður liðsins, var rekinn af velli á 83. mínútu - og staðan enn 2-0.

Tíu leikmenn AZ gáfust hins vegar ekki upp. Varamaðurinn Ferdy Druijf minnkaði muninn á 88. mínútu og hann skoraði aftur, og jafnaði, í uppbótartímanum. Mikil dramatík og niðurstaðan jafntefli í Hollandi.

AZ er komið áfram, en er með stigi minna en topplið riðilsins, Manchester United, fyrir lokaumferðina í riðlakeppninni. Man Utd og AZ eiga eftir að mætast á Old Trafford.

Úlfarnir tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitunum þrátt fyrir að hafa kastað frá sér tveggja marka forystu gegn Braga í Portúgal. Braga er einnig komið áfram.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn og Arnór Sigurðsson spilaði 64 mínútur er CSKA Moskva gerði jafntefli gegn Ludogorets frá Búlgaríu í Evrópudeildinni.

Úrslitin þýða að CSKA er úr leik í Evrópudeildinni, liðið er aðeins með tvö stig að fimm leikjum loknum á botni H-riðils.

Auk AZ, Braga og Wolves þá komust Wolfsburg og Gent áfram eftir leikina sem voru að klárast núna.

Það er mikil spenna í G-riðli og J-riðli þar sem ekkert lið er enn komið áfram í 32-liða úrslitin.

Smelltu hér til að sjá stöðuna í riðlunum eins og hún er núna.

Liðin sem eru komin áfram: Sevilla, Basel, Celtic, Espanyol, Gent, Wolfsburg, Braga, Wolves, Man Utd, AZ.

G-riðill:
Young Boys 1 - 2 Porto
1-0 Christian Fassnacht ('6 )
1-1 Vincent Aboubakar ('75 )
1-2 Vincent Aboubakar ('79 )

Feyenoord 2 - 2 Rangers
1-0 Jens Toornstra ('33 )
1-1 Alfredo Morelos ('52 )
1-2 Alfredo Morelos ('65 )
2-2 Luis Sinisterra ('68 )

H-riðill:
CSKA 1 - 1 Ludogorets
0-1 Claudiu Keseru ('66 )
1-1 Fedor Chalov ('75 )

Ferencvaros 2 - 2 Espanyol
1-0 David Siger ('23 )
1-1 Oscar Melendo ('31 )
1-1 Isael ('77 , Misnotað víti)
1-2 Sergi Darder ('90 )
2-2 Michal Skvarka ('90 , víti)
Rautt spjald:Eldar Civic, Ferencvaros ('90)

I-riðill:
Saint-Etienne 0 - 0 Gent
Rautt spjald:Michael Ngadeu, Gent ('76)

Oleksandria 0 - 1 Wolfsburg
0-1 Wout Weghorst ('45 , víti)

J-riðill:
Istanbul Basaksehir 0 - 3 Roma
0-1 Jordan Veretout ('30 , víti)
0-2 Justin Kluivert ('40 )
0-3 Edin Dzeko ('45 )

Wolfsberger AC 0 - 1 Borussia M.
0-1 Lars Stindl ('60 )

K-riðill:
Besiktas 1 - 1 Slovan
0-1 Erik Daniel ('35 )
1-1 Enzo Roco ('75 )

Braga 3 - 3 Wolves
1-0 Andre Horta ('6 )
1-1 Raul Jimenez ('14 )
1-2 Matthew Doherty ('34 )
1-3 Adama Traore ('35 )
2-3 Paulinho ('64 )
3-3 Fransergio ('79 )

L-riðill:
AZ 2 - 2 Partizan
0-1 Takuma Asano ('16 )
0-2 Seydouba Soumah ('27 )
1-2 Ferdy Druijf ('88 )
2-2 Ferdy Druijf ('90 )
Rautt spjald:Myron Boadu, AZ ('83)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner