Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 29. nóvember 2019 11:29
Elvar Geir Magnússon
Mun takmörkuð enskukunnátta útiloka Allegri?
Allegri.
Allegri.
Mynd: Getty Images
Unai Emery var rekinn frá Arsenal í morgun og nú eru miklar vangaveltur um hver verði næsti stjóri.

Massimiliano Allegri er án starfs en hann raðaði inn titlum hjá Juventus. Allegri hefur verið orðaður við Arsenal.

Það vinnur þó gegn honum að hafa takmarkaða enskukunnáttu en mikið var talað um þá hlið hjá Emery. Sagt var að leikmenn ættu í erfiðleikum með að skilja hann og þá þótti hann ósannfærandi í viðtölum.

Allegri er að læra ensku en hann hefur talað um það markmið sitt að taka starf í ensku úrvalsdeildinni.

Íþróttafréttamaðurinn Kaveh Solhekol segir að einhverjir stjórnarmenn hjá Arsenal hafi viljað Jose Mourinho áður en hann var ráðinn til Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner
banner