Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 05. júní 2018 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harpa Þorsteins um E-riðil: Mega ekki vera á grín tempói
Harpa Þorsteinsdóttir fer yfir E-riðil.
Harpa Þorsteinsdóttir fer yfir E-riðil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir búast við því að Brasilía fari upp úr riðlinum. ,,vonandi fáum við að sjá Brassana spila þennan skemmtilega fótbolta sem þeir eru þekktir fyrir. Hinsvegar þurfa þeir að mæta klárir og leggja allt í þetta,
Allir búast við því að Brasilía fari upp úr riðlinum. ,,vonandi fáum við að sjá Brassana spila þennan skemmtilega fótbolta sem þeir eru þekktir fyrir. Hinsvegar þurfa þeir að mæta klárir og leggja allt í þetta,
Mynd: Getty Images
Matic og félagar í Serbíu fara áfram að mati Hörpu.
Matic og félagar í Serbíu fara áfram að mati Hörpu.
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus.
Mynd: Getty Images
Það er rétt rúm vika í að Heimsmeistaramótið í Rússlandi taki af stað. Opnunarleikurinn er á milli Rússlands og Sádí-Arabíu í Moskvu 14. júní. Úrslitaleikurinn verður á sama velli, í Moskvu, 15. júlí.

Fótbolti.net hitar vel upp fyrir mótið, en spá okkar fyrir E-riðil má sjá hér að neðan.

Spá Fótbolta.net fyrir E-riðil:

1. sæti. Braslía, 44 stig
2. sæti. Sviss, 32 stig
3. sæti. Serbía, 18 stig
4. sæti. Kosta Ríka, 16 stig

Við höfum fengið nokkra sérfræðinga í að aðstoða okkur. Einn sérfræðingur mun líta yfir hvern og einn riðil á mótinu og tjá lesendum skoðun sína.

Landsliðsframherjinn Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, ætlar að segja okkur frá E-riðlinum, en þar leika Brasilía, Sviss, Serbía og Kosta Ríka.

„Allt getur gerst"
Harpa telur að riðillinn verði ekki endilega einfaldur fyrir Brasilíu.

„Þetta verður einn af riðlunum sem á eftir að koma á óvart í mótinu. Fyrirfram mætti halda að Brasilía ætti auðvelda leið þarna upp úr riðlinum en það verða klárlega óvænt úrslit og allt jafnt þarna fram að lokaumferð," segir Harpa.

„Það sem er skemmtilegt við þennan riðil er að allt getur gerst. Brassarnir voru ekki sannfærandi á heimavelli 2014 og niðurlægðir 7-1 af Þjóðverjum í undanúrslitum. Núna er ekki þessi pressa á þeim að vera á heimavelli og vonandi fáum við að sjá Brassana spila þennan skemmtilega fótbolta sem þeir eru þekktir fyrir. Hinsvegar þurfa þeir að mæta klárir og leggja allt í þetta."

„Kosta Ríka vann bæði Ítalíu og Úrúgvæ 2014 ásamt því að gera jafntefli við England þannig að þeir hafa líklega gaman af því að stríða þessum stóru. Það er heldur ekkert grín að skora hjá Keylor Navas."

„Serbarnir unnu sinn riðil í undankeppninni nokkuð auðveldlega og Sviss er með flott lið þannig að Brassarnir lenda í vandræðum ef þeir ætla að spila riðilinn á einhverju grín tempói til að eiga nóg eftir fyrir úrslitin."

Brasilía er með ógnarsterkt lið og góðan þjálfara að því virðist. Getur Brasilía orðið Heimsmeistari í sjötta sinn?

„Það er nokkuð góð hefð fyrir því að þeir geti orðið Heimsmeistarar. Þeir hafa unnið fimm sinnum, oftar en nokkur önnur þjóð. Allir sem spila fyrir Brasilíu vilja vinna þennan titil og liðið í ár er hrikalega öflugt. Leikmenn eins og Neymar, Coutinho, Gabriel Jesus og Marcelo ættu að geta dregið vagninn og búið til lið sem er líklegt til afreka."

„Serbarnir sigla öðru sætinu heim"
Brasilía á að vera með langsterkasta liðið í þessum riðli og ef allt fer eftir bókinni vinna þeir gulu riðilinn. Baráttan um annað sæti gæti hins vegar orðið mjög hörð.

„Fyrir fjórum árum bjóst engin við neinu af Kosta Ríka en liðin eru líklega búin að vinna heimavinnuna núna og mæta þeim af alvöru. Það er alltaf erfiðara að koma aftur og slá í gegn sérstaklega þegar þeir virðast ekki vera með marga snillinga í sínum röðum."

„Baráttan verður því að milli Sviss og Serbíu um annað sætið og þar lenda Serbarnir ofar. Granit Xhaka á að vera heill og með Sviss en Serbarnir með Nemanja Matic sem sinn besta mann sigla öðru sætinu heim," segir Harpa.

„Gabriel Jesus verður maður Brassana"
Neymar hefur verið að glíma við meiðsli en ætti að vera klár í mótið. Verður þetta mótið hans?

„Neymar er að koma úr erfiðum meiðslum og kröfurnar á hann miklar. Dýrasti leikmaður í heimi og vill vera á sama stalli og Ronaldo og Messi. Til að þetta verði mótið hans þarf hann að gera eitthvað meira en að vera frábær og helst að fara með liðið alla leið. Ég á hins vegar enga von á því að hann geri einhverjar rósir á þessu móti. Verður líklega sparkaður nokkuð oft niður á móti Sviss í fyrsta leik og kemur hálf lemstraður upp úr þessum riðli."

„Gabriel Jesus á eftir að verða maður Brassana í þessu móti. Búist við að hann byrji á undan Frimino sem á eftir að halda honum vel á tánum allar mínútur sem hann spilar í þessu móti," sagði Harpa að lokum.

Sjá einnig:
Elísabet rýnir í A-riðil: Eiga ekki séns án Salah
Heimir Guðjóns rýnir í B-riðil: Barátta Portúgals og Íran
Óli Stefán rýnir í C-riðil: Bendtner tekur fyrirsagnirnar
Óli Kristjáns um D-riðil: Ekkert er ómögulegt
Athugasemdir
banner
banner
banner