Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 01. júní 2018 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán rýnir í C-riðil: Bendtner tekur fyrirsagnirnar
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Frakkar eru í uppáhaldi hjá Óla.
Frakkar eru í uppáhaldi hjá Óla.
Mynd: Getty Images
Daninn Nicklas Bendtner er tæpur fyrir mótið.
Daninn Nicklas Bendtner er tæpur fyrir mótið.
Mynd: Getty Images
Það eru tæpar tvær vikur í að Heimsmeistaramótið í Rússlandi byrji. Fótbolti.net hitar vel upp fyrir mótið og stendur fyrir spá. Spáin fyrir C-riðil hefur verið birt í heild sinni.

1. sæti. Frakkland, 44 stig
2. sæti. Perú, 27 stig
3. sæti. Danmörk, 26 stig
4. sæti. Ástralía, 13 stig

Við höfum fengið nokkra sérfræðinga í að aðstoða okkur. Einn sérfræðingur mun líta yfir hvern og einn riðil á mótinu og tjá lesendum skoðun sína.

Að þessu sinni er það Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur í Pepsi-deild karla, sem ætlar að segja okkur frá C-riðlinum. Í C-riðli spila Ástralía, Danmörk, Frakkland og Perú.

„Þetta er athyglisverður riðill í meira lagi. Fyrirfram gæti maður séð Evrópuliðin Frakkland og Danmörku komast upp úr honum en Ástralía og Perú eru með öflug lið," segir Óli Stefán.

Frakkland í uppáhaldi
„Frakkland hefur verið mitt uppáhalds lið síðan á HM í Mexíkó 1986 þegar Platini var uppá sitt besta. Ég er nokkuð klár á því að Frakkarnir fari nokkuð örugglega upp úr riðlinum en það
verði síðan barátta á milli Danmerkur og Perú um annað sæti."


Óli Stefán sér fyrir sér að Frakkar muni fara langt í keppninni.

„Frakkar hafa alla burði til að fara alla leið. Þeir eru í raun eina liðið úr þessum riðli sem eiga raunhæfa möguleika á því. Það er á hreinu að þeir eru eitt best mannaða liðið. Frakkarnir hafa oft verið með frábæra einstaklinga en einmitt fallið á því að búa til gott lið úr þeim. Descamps hefur gert mjög vel í því að búa til lið úr stjörnunum. Hann sýndi það á EM að hann kann að stjórna og mér fannst hann einmitt sýna snilli sína á móti Íslandi þegar að hann féll niður með lið sitt og lét okkur koma upp á völlinn. Þannig fékk hann svæði til að vinna í og þeir unnu sannfærandi."

Danmörk og Perú mætast í fyrsta umferð og það kemur til með að vera lykilleikur. Því er Óli sammála. „Ég er klár á því að þetta verður lykilleikur þessara liða að komast áfram. Liðið sem vinnur þennan leik fer pottþétt áfram," segir hann.

„Danmörk gegn Íslandi í 16-liða úrslitum hljómar ekki illa"
Mun einhver leikmaður stela senunni í þessum riðli?

„Það er ótrúlegt magn af flottum leikmönnum í þessum riðli. Bara til að telja nokkra upp þá eru Kylian Mbappe, Antoine Griezmann og Paul Pogba í franska liðinu; Christian Eriksen í því danska, Tim Cahill í því ástralska og gamla Schalke goðsögninJefferson Farfar í Perú."

„Ef að danski framherjinn, "Lord" Nicklas Bendtner verður heill þá er hann að fara að taka allar fyrirsagnirnar," sagði Óli en Bendtner er tæpur fyrir mótið.

Eitt af liðunum í þessi riðli gæti mætt Íslandi, ef Ísland kemst áfram, í 16-liða úrslitunum þar sem C- og D-riðlar tengjast í 16-liða úrslitunum. Það væri gaman að fá Danmörku að mati Óla.

„Ég held að það vrði geggjað að fá Danina. Það verður að teljast ólíklegt því til þess að það gangi þurfa Danir að vinna sinn riðil. Ég er mikill bjartsýnismaður en ég er þó ekki að sjá það að Ísland vinni sinn riðil. Annað sætið væri frábært og þá þurfa Danirnr að vinna C-riðil til að draumaleikurinn verði að veruleika."

„Danmörk gegn Íslandi í 16-liða úrslitum á HM hljómar alls ekki illa," sagði Óli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner