Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
   fös 05. apríl 2024 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Karólína klár fyrir leikinn gegn Þýskalandi - „Galið að hún sé ekki að spila meira hjá Wolfsburg“
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leiknum í kvöld
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sveindís skoraði frábært mark
Sveindís skoraði frábært mark
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður klár fyrir leikinn gegn Þýskalandi á þriðjudag en þetta sagði hún í viðtali við Fótbolta.net eftir 3-0 sigurinn á Póllandi í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

Ísland skoraði tvö mörk undir lok hálfleiks og náði þar að taka alla von frá Pólverjum sem höfðu verið öflugar fyrri hluta hálfleiksins.

„Mér líður mjög vel og ekkert smá sterkt að taka 3-0 á heimavelli og bara mjög stolt,“ sagði Karólína við Fótbolta.net, en það kom henni á óvart þegar þjóðsöngvarnir voru spilaðir.

„Það var geggjað. Ég var smá sjokkeruð í þjóðsöngnum. Það var mjög mikið af Pólverjum en svo tókum við yfir og þá heyrðist ekki mikið í þeim lengur.“

Fanney Inga Birkisdóttir stóð í marki íslenska liðsins og gerði mjög vel þegar á reyndi.

„Þær áttu alveg færi en Fanney var frábær í markinu. Vörnin hélt vel og við vorum að nýta okkar sénsa. Þannig unnum við leikinn.“

„Ein besta tilfinning sem maður getur haft en maður verður að drepa þennan leik og við gerðum það.“


Blikinn settist tvisvar á völlinn vegna meiðsla í ökkla en læknateymi íslenska liðsins náði að hlúa að henni í hálfleik og snéri hún aftur á völlinn.

Henni var síðan skipt af velli en Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, ákvað að best væri að hvíla hana fyrir leikinn gegn Þýskalandi á þriðjudag.

„Ökklinn er búinn að vera smá að stríða mér í vikunni. Ég hef misstigið mig eitthvað og hann hefur stífnað eitthvað upp í hálfleik. Ég var teipuð og sett aftur inn á og þá leið mér betur en betra að hvíla mig aðeins fyrir þýska leikinn.“

„Það er bara beint í 'treatment' og þá er ég góð.“

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þriðja og síðasta mark Íslands, er hún lék á varnarmann Póllands áður en hún setti boltann í netið. Hún furðar sig á því að Sveindís sé ekki að spila meira hjá stórliði Wolfsburg í Þýskalandi.

„Hún er frábær leikmaður og galið að hún sé ekki að spila meira hjá Wolfsburg. Frábært mark, á eftir að sjá þetta aftur því ég man ekki hvernig það var, en hún er frábær leikmaður
Athugasemdir
banner
banner
banner