Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Aké og Walker ekki með Man CIty í dag - Mætir Ederson aftur í markið?
Mynd: EPA
Brasilíski markvörðurinn Ederson gæti snúið aftur í byrjunarlið Manchester City er liðið mætir Crystal Palace klukkan 11:30 í dag en þetta sagði Pep Guardiola, stjóri félagsins, í gær.

Ederson hefur ekki getað spilað með Man City í síðustu leikjum vegna meiðsla.

Markvörðurinn meiddist í 1-1 jafntefli liðsins gegn Liverpool fyrir landsleikjahlé en Stefan Ortega hefur staðið á milli stanganna í fjarveru hans.

Það er möguleiki á því að Ederson verði með gegn Palace í dag en varnarmennirnir Nathan Aké og Kyle Walker eru áfram frá vegna meiðsla.

„Ederson líður betur og gæti komið aftur í hópinn, en Nathan Aké og Kyle Walker verða ekki klárir fyrir leikinn gegn Palace,“ sagði Guardiola.

Man City þarf á öllum leikmönnum að halda á þessum loka kafla tímabilsins, en liðið er þremur stigum frá toppliði Liverpool og er þá komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og undanúrslit enska bikarsins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner