Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 00:11
Brynjar Ingi Erluson
Kallar eftir höfði Tuchel - „Spenntur að sjá hvað gerist á næstu 24 tímum“
Mynd: Getty Images
Lothar Matthaus, fyrrum leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins, er kominn með nóg af Thomas Tuchel og kallar eftir því að hann verði rekinn úr starfi.

Gengi Bayern hefur verið hörmulegt á þessu tímabili og ekki batnaði ástandið í dag er liðið glutraði niður tveggja marka forystu í 3-2 tapleik gegn nýliðum Heidenheim.

Bayern er nú sextán stigum frá toppliði Bayer Leverkusen, sem getur tryggt titilinn næstu helgi.

Tuchel hefur þegar tilkynnt að hann sé á förum eftir tímabilið en Matthaus vill að hann verði látinn fara í síðasta lagi á morgun.

„Það er alltaf hægt að bjarga einhverju en ég held að andrúmsloftið á milli Thomas Tuchel og liðsins sé brotið. Ef þú ert 2-0 yfir gegn Heidenheim þá getur þú ekki látið taka stig af þér, sérstaklega ef tekið er mið að því að næsti leikur er í Meistaradeildinni. Tengslin eru ekki lengur í lagi og er ég mjög spenntur að sjá hvað gerist hjá Bayern á næstu 24 tímum. Ég get alveg ímyndað mér að félagið gæti fengið inn þjálfara til bráðabirgða,“ sagði Matthaus við Sky.

Julian Nagelsmann og Roberto De Zerbi hafa báðir verið orðaðir við félagið. Báðir eru hins vegar í starfi sem stendur en Nagelsmann þjálfar þýska landsliðið á meðan De Zerbi er stjóri Brighton. Bayern þyrfti því að finna aðra skammtímalausn.
Athugasemdir
banner
banner