Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   sun 07. apríl 2024 14:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Finn ekki fyrir pressunni
Mynd: Getty Images
Það er þriggja hesta kapphlaup um enska meistaratitilinn. Arsenal og Manchester City unnu sína leiki í gær og með sigri gegn Manchester United í dag getur Liverpool aftur komist í toppsætið. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ræddi við Sky Sports fyrir leikinn í dag.

Hann var spurður hvort það væri pressa að spila á eftir hinum liðunum í titilbaráttunni, eftir sigra hjá þeim.

„Ég finn ekki fyrir pressunni. Við gerum ekki mikið úr þessu, við horfum ekki á leiki saman og vonum að hin liðin tapi stigum. Þetta er bara svona."

„Ég held að liðin búist alltaf við því að hin liðin vinni sína leiki. Kannski vona þau að við töpum í dag, ég veit það ekki. Það tengist okkur ekkert, við þurfum að spila leikinn sama hvað,"
sagði Klopp.

„Ég heyrði eina af goðsögnunum tala um að þú verðir að spila eins og á við miðað við tilefnið. Menn þurf að skilja hvert tilefnið (stórleikur gegn Manchester United og toppsætið í boði) er. Ég veit það," sagði Klopp.

Leikurinn gegn Manchester United hefst klukkan 14:30.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner