Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 19:10
Brynjar Ingi Erluson
Nadía Atladóttir í Val (Staðfest)
Nadía Atladóttir hefur samið við Val
Nadía Atladóttir hefur samið við Val
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Nadía Atladóttir hefur samið um að spila með Íslandsmeisturum Vals en þetta tilkynnti bróðir hennnar, Patrik Snær, á FanZone-inu á Hlíðarenda í kvöld.

Nadía er 24 ára gömul og spilar stöðu sóknarmanns en hún gekk í raðir Víkings frá Fjölni árið 2020.

Á síðasta ári var hún gríðarlega mikilvæg í liði Víkings sem vann Lengjubikarinn, Lengjudeildina og Mjólkurbikarinn, en það kom verulega á óvart þegar Víkingur tilkynnti að félagið væri búið að ná samkomulagi um að rifta samningi hennar.

Þær fregnir bárust á föstudag og nú aðeins tveimur dögum síðar hefur það verið staðfest að hún sé gengin í raðir Vals.

Patrik, sem gengur undir tónlistarnafninu Prettyboitjokko, staðfesti tíðindin í upphitun fyrir leik Vals og ÍA í Bestu deild karla í dag.

Frábærar fréttir fyrir Val sem stefnir á að taka Íslandsmeistaratitilinn í 14. sinn í sumar.

Áður spilaði Nadía með FH, Haukum, en hún á alls 20 leiki í efstu deild hér á landi.


Athugasemdir
banner
banner
banner