Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 13:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Var brjálaður út í mig að hafa ekki spilað Valsleikinn"
Góð stemning í Víkinni.
Góð stemning í Víkinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Vatnhamar skoraði í gær fyrsta mark Bestu deildarinnar þegar hann kom Víkingi yfir gegn Stjörnunni undir lok fyrri hálfleiks. Færeyingurinn kom inn í byrjunarliðið en hann spilaði ekki á móti Val í meistarakeppni KSÍ síðasta mánudag. Gunnar skoraði með þrumuskoti í nærhornið eftir að fyrirgjöf Helga Guðjónssonar datt fyrir hann í vítateig Stjörnunnar.

„Það var engin spurning að hann myndi byrja þennan leik. Hann var brjálaður út í mig að hafa ekki spilað Valsleikinn," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Stjarnan

„Hann stífnaði upp í landsleik á móti á Danmörku, fór út af á 65. mínútu. Það var því ekki rökrétt að taka sénsinn með hann í leiknum gegn Val. En það var enginn spurning í kvöld."

„Þetta var geggjað slútt. Við leggjum mikla áherslu á að gaurarnir, sem eru komnir fyrir utan vítateiginn þegar fyrirgjöfin kemur, geri sig gildandi, að þeir séu ekki bara eins og einhverjar dúkkulísur þarna. Þeir eiga að vinna seinni boltann og eiga líka að gera tilkall til að eiga eitt og eitt mark. Við sjáum bara Alexis MacAllister með Liverpool. Hann er í svipaðri stöðu sem einn af þessum 'rest defense' leikmönnum. Hann lætur vaða og Gunnar gerði það líka. Það er virkilega mikilvægt að þessir strákar skilji hvert þeirra hlutverk er í öllum þáttum leiksins,"
sagði Arnar.

Gunnar kom til Víkings frá Vikingi Götu í Færeyjum rétt fyrir síðasta tímabil og var hann í liði ársins hér á Fótbolti.net í fyrra.
Arnar Gunnlaugs: Okkar Gabriel og Saliba á móti Haaland
Athugasemdir
banner
banner