Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Færeysk heimsókn þegar Gunnar skoraði fyrsta mark deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski fáninn var áberandi í stúkunni í Víkinni á laugardagskvöldið þegar Víkingur vann 2 - 0 sigur á Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Stjarnan

Þess er jafnan beðið í ofvæni hver skorar fyrsta mark deildarinnar ár hvert og í þetta sinn féll það í hlut færeyska landsliðsmannsins Gunnars Vatnhamar sem kom Víkingum yfir í fyrri hálfleiknum.

Hópur færeyskra stuðningsmanna var mættur í Víkina og varð vitni að þessu augnabliki landa síns og færeyski fáninn var settur hátt á loft.

Að leik loknum kíkti Gunnar svo til þeirra færeysku, stillti sér upp í myndatöku og spjallaði við þá. Hér meðfylgjandi eru fleiri myndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner