Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Segir að Man Utd sé að skoða þjálfara Bologna
Mynd: EPA
Ítalski blaðamaðurinn Alfredo Pedúlla heldur því fram að Manchester United sé að fylgjast náið með Thiago Motta, þjálfara ítalska liðsins Bologna.

Enskir miðlar hafa greint frá því að Manchester United sé að íhuga að skipta um stjóra eftir tímabilið.

Erik ten Hag er að klára sitt annað tímabil með United-liðið en það eru skiptar skoðanir innan stjórnarinnar hvort hann eigi að vera áfram eða ekki.

Sir Jim Ratcliffe, nýr hluteigandi United, er að skoða næstu skref, en engin ákvörðun verður tekin fyrr en eftir tímabilið.

Pedúlla segir að Thiago Motta sé á blaði hjá United en hann hefur verið að gera það gott hjá Bologna.

Bologna spilar aðlaðandi fótbolta og er sem stendur í 4. sæti Seríu A, en liðið spilar iðulega 4-2-3-1 og 4-3-3 kerfið. Liðið hans er gott í uppspili og leggur hann áherslu á að halda í boltann og finna svæðin.

Liðið hans er með lægsta hlutfall yfir fyrirgjafir í deildinni og leggur hann meira upp úr því að spila í gegnum miðsvæðin, fá vængmennina innar. Bologna hefur ekki mætt mörgum andstæðingum sem vilja pressa þá hátt uppi, sem hefur auðvitað haft áhrif á sóknarleikinn, en þá reynir Motta að setja bæði bakverði og vængmenn utar til þess að opna vörn og miðju andstæðingsins.

Motta kallar það leikkerfi 2-7-2. Hjá Spezia sýndi hann einnig færni sína í að spila lágvörn en á ótrúlegan hátt tókst honum að bjarga liðinu frá falli, þrátt fyrir að allir spekingar hafi spáð þeim niður.
Athugasemdir
banner
banner