Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 09. apríl 2024 22:18
Brynjar Ingi Erluson
„Dómarinn hafði ekki hugrekki til að dæma vítaspyrnu“
Thomas Tuchel
Thomas Tuchel
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, þjálfari Bayern München, var allt annað en sáttur við dómara leiksins í 2-2 jafnteflinu gegn Arsenal í kvöld, en hann segir að liðið hafi átt að fá vítaspyrnu á mikilvægu augnabliki.

Strákarnir hans Tuchel gerðu vel á móti einu besta liði Evrópu en þetta setur Bayern í ágætis stöðu fyrir síðari leikinn.

„Erfið vinna og erfiður leikur gegn ótrúlega sterkum mótherja fyrir framan frábæra áhorfendur. Andrúmsloftið var magnað hjá heimaliðinu.“

„Við stigum upp í 1-0 og áttum virkilega góð viðbrögð. Þetta var bara mjög góð liðsframmistaða og áttum stangarskot.“


Undarlegt atvik átti sér stað í leiknum. David Raya, markvörður Arsenal, tók markspyrnu á Gabriel sem snerti hann viljandi með höndunum og stillti boltanum upp. Boltinn virtist vera í leik þegar Raya sendi á Gabriel en dómarinn ákvað að dæma ekki vítaspyrnu.

„Mér fannst dómarinn ekki hafa hugrekki til að gefa okkur verðskuldaða vítaspyrnu í dag, sem er svolítið klikkuð og óþægileg staða. Hann viðurkenndi á vellinum að hann hafi séð þetta og að 8-liða úrslitin séu ekki nóg til að gefa vítaspyrnu. Hann viðurkenni að hann hafi séð mistökin sem leikmaðurinn gerði.“

„Það var markspyrna þar sem markvörðurinn sendi á miðvörðinn og einn snerti boltann með hendinni því hann hélt að boltinn væri ekki í leik en hann var klárlega í leik og dómarinn viðurkenndi að það það hafi verið þannig og þetta væri hendi. Það er mjög pirrandi.“

„Við vorum vægðarlausir og héldum í þessa trú og baráttu. Það er allt opið fyrir seinni leikinn,“
sagði Tuchel.


Athugasemdir
banner
banner