Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
banner
   þri 09. apríl 2024 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Fanney Inga: Svekkjandi að það hafi verið upp úr svona vafaatriði
Icelandair
Fanney Inga Birkisdóttir.
Fanney Inga Birkisdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin 19 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir spilaði í kvöld sinn þriðja landsleik þegar Ísland tapaði 3-1 gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025. Hennar stærsti leikur á ferlinum til þessa.

„Þetta var rosaleg upplifun og frábært að fá að spila fyrir svona marga áhorfendur. Að mæta svona geggjuðu liði er frábær reynsla," sagði Fanney.

„Þetta var stærsti leikurinn til þessa en vonandi verður hann það ekki til eilífðar."

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Þetta var mjög erfitt en mjög gaman líka."

Íslenska liðið lenti snemma undir í leiknum en átti þá í kjölfarið góðan kafla þar sem liðið hefði hæglega getað skorað þrjú mörk.

„Við vorum alveg með þær, en svo er leiðinlegt að Sveindís fer út af. Þá misstum við smá dampinn. Þær sem komu inn á stóðu sig líka frábærlega."

Það var umdeilt atvik undir lok fyrri hálfleiks þegar Þýskaland gerði sitt þriðja mark eftir hornspyrnu. Fanney greip boltann en dómarinn mat það sem svo að hann hefði verið farinn út af og dæmdi hornspyrnu. Úr hornspyrnunni kom svo þriðja markið á versta mögulega tíma.

„Ég er ekki viss um að boltinn hafi verið farinn út af," sagði Fanney og benti á að Þjóðverjar sem stórþjóð fái oft það sem þeir vilja. „Þetta er pirrandi og það er óþolandi að fá á sig mark rétt fyrir hálfleik og svekkjandi að það hafi verið upp úr svona vafaatriði."

Fanney segist spennt fyrir framhaldinu í þessari undankeppni. „Við erum í hörku möguleika. Við erum að fara að læra helling frá þessu verkefni og komum sterkari í það næsta."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner