Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Murtough látinn taka pokann sinn hjá Man Utd
Erik ten Hag og Richard Arnold.
Erik ten Hag og Richard Arnold.
Mynd: Getty Images
Sir Jim Ratcliffe hefur látið John Murtough fara en hann hefur sinnt starfi yfirmanns fótboltamála. Murtough hefur starfað bak við tjöldin hjá United síðan 2013 og verið í þessu starfi síðan 2021.

Ratcliffe er að gera miklar breytingar í starfsmannamálum United og er að vinna í því að fá Dan Ashworth frá Newcastle til að taka við sem yfirmaður fótboltamála. Þá er hann einnig að vinna í því að fá Jason Wilcox sem hefur starfað fyrir Southampton.

Meðal annarra breytinga sem Ratcliffe hefur verið að framkvæma er að Richard Arnold var látinn fara sem framkvæmdastjóri og Omar Berrada ráðinn í hans stað.

Murtough tók fyrst til starfa hjá United þegar Moyes var stjóri og byrjaði sem akademíustjóri hjá félaginu. Hann varð yfirmaður þróunarmála áður en Ed Woodward gerði hann að yfirmanni fótboltamála. Hann var talsvert umdeildur meðal stuðningsmanna en vinsæll innan félagsins.

Daily Mail segir að Murtough hafi viljað starfa áfram hjá United og hafi verið opinn fyrir því að fara í annað hlutverk en Ratcliffe ákveðið að ekki væri þörf á hans starfskröftum.
Athugasemdir
banner
banner
banner