Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 13. apríl 2024 17:52
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: Þróttur skoraði sjö í Grafarvogi - Grótta kom til baka og vann
Sigurður Steinar Björnsson og Ísak Daði Ívarsson skoruðu báðir tvö fyrir Þrótt en þeir eru á láni frá Víkingi
Sigurður Steinar Björnsson og Ísak Daði Ívarsson skoruðu báðir tvö fyrir Þrótt en þeir eru á láni frá Víkingi
Mynd: Víkingur R.
ÍBV er komið í 32-liða úrslit
ÍBV er komið í 32-liða úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Árbær, Grótta, ÍBV, KÁ, Tindastóll og Þróttur eru öll komin áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa unnið góða sigra í dag.

Tindastóll vann Magna eftir vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 en Tindastóll hafði betur í vítakeppni, 3-2.

KÁ vann þá RB, 6-3, eftir framlengdan leik. KÁ komst yfir fjórum sinnum en RB tókst að jafna í þrígang.

Það var síðan í framlengingunni sem KÁ gekk frá leiknum með þremur mörkum. Bjarki SIgurjónsson skoraði þrennu fyrir KÁ en hann fullkomnaði þrennuna með marki á 116. mínútu leiksins.

Árbær lagði Árborg, 2-1. Aron Breki Aronsson skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok og þá vann Þróttur R. 7-1 sigur á Vængjum Júpiters.

Sigurður Steinar Björnsson og Ísak Daði Ívarsson skoruðu báðir tvö.

Aron Bjarki Jósepsson var hetja Gróttu sem vann Njarðvík, 3-2, í spennuleik. Sigurmarkið gerði hann undir lok leiks. Grótta lenti undir tvisvar en kom til baka og tryggði sig áfram í 32-liða úrslit.

ÍBV vann þá þægilegan 5-1 sigur á KFG. Heimamenn komust í fimm marka forystu en KFG náði að minnka muninn þegar fimm mínútur voru eftir með sjálfsmarki Eyjamanna.

Tindastóll 1 - 1 Magni (3-2 eftir vítakeppni)
0-1 Adam Örn Guðmundsson ('19 )
1-1 Sverrir Hrafn Friðriksson ('52 )

KÁ 6 - 3 RB
1-0 Birkir Þór Guðjónsson ('12 )
1-1 Recoe Reshan Martin ('14 )
2-1 Bjarki Sigurjónsson ('24 , Mark úr víti)
2-2 Szymon Maszota ('52 )
3-2 Sindri Hrafn Jónsson ('71 )
3-3 Gabriel Simon Inserte ('77 )
4-3 Bjarki Sigurjónsson ('100 , Mark úr víti)
5-3 Viktor Smári Elmarsson ('106 )
6-3 Bjarki Sigurjónsson ('116 )

Árborg 1 - 2 Árbær
1-0 Sigurður Óli Guðjónsson ('23 )
1-1 Jordan Chase Tyler ('30 )
1-2 Aron Breki Aronsson ('80 )

Vængir Júpiters 1 - 7 Þróttur R.
0-1 Jorgen Pettersen ('39 )
0-2 Sigurður Steinar Björnsson ('42 )
0-3 Sigurður Steinar Björnsson ('45 )
0-4 Cristofer Moises Rolin ('53 )
1-4 Sigurður Agnar Br. Arnþórsson ('59 )
1-5 Samúel Már Kristinsson ('62 )
1-6 Ísak Daði Ívarsson ('72 )
1-7 Ísak Daði Ívarsson ('90 )

Grótta 3 - 2 Njarðvík
0-1 Kenneth Hogg ('16 )
1-1 Damian Timan ('17 )
1-2 Dominik Radic ('32 )
2-2 Ragnar Björn Bragason ('74 )
3-2 Aron Bjarki Jósepsson ('90 )
Rautt spjald: , ,Sigurður Már Birnisson , Njarðvík ('90)Slavi Miroslavov Kosov, Njarðvík ('90)Viktor Þórir Einarsson , Njarðvík ('90)

ÍBV 5 - 1 KFG
1-0 Vicente Rafael Valor Martínez ('13 , Mark úr víti)
2-0 Sverrir Páll Hjaltested ('14 )
3-0 Oliver Heiðarsson ('47 )
4-0 Nökkvi Már Nökkvason ('50 )
5-0 Markaskorara vantar ('60 )
5-1 Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('85 , Sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner