Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 14. apríl 2024 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Arteta um titilbaráttuna: Það á ekki við um þessa deild
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, kallar eftir því að leikmenn hans bregðist við 2-0 tapinu gegn Aston Villa sem allra fyrst.

Arsenal fékk óvæntan skell gegn Aston Villa á Emirates-leikvanginum í dag.

Leon Bailey og Ollie Watkins klaruðu Arsenal undir lok leiksins og settu titilbaráttuna í hendur ríkjandi Englandsmeistara Manchester City.

„Tveir mjög ólíkir hálfleikar, hvað varðar frammistöðu liðsins. Fyrri hálfleikurinn var stórkostlegur og einn sá besti sem við höfum spilað gegn toppliði. Við hefðum átt að vera 3-0 eða 4-0 yfir, jafnvel meira, en við gerðum það ekki og náðum ekki að endurspegla hlutina í síðari. Það vantaði þennan skriðþunga og við vorum ekki með flæðið sem við höfðum í fyrri hálfleiknum. Í kjölfarið fáum við á okkur tvö léleg mörk á okkur.“

„Ég verð að hrósa Aston Villa. Í seinni hálfleiknum vorum við ónákvæmir með boltann og náðum ekki að leika eftir það sem við gerðum í fyrri hálfleiknum. Við töpuðum leiknum og verðum að hrósa þeim fyrir að hafa tekið stigin.“

„Þegar þú ert að spila á þessu stigi þá verður þú að refsa þeim. Það er ekki eins og þú getir gert þetta í 90-95 mínútur gegn toppliði. Ef þú getur ekki gert það reyndu alla vega að koma í veg fyrir að þú fáir á þig mark. Við gátum það ekki.

„Við verðum að sýna meiri þolinmæði í seinni hálfleik og finna okkar augnablik. Við vorum að reyna það með breytingunum en það var þá sem við fengum mörkin á okkur.“

„Við fáum besta tækifærið til að bregðast við gegn Bayern München á miðvikudag. Liðið verður að sýna það og ef þú vilt vinna þá verður þú að yfirstíga svona stöður. Þetta var alltaf að fara gerast miðað við leikina sem við höfum spilað en núna snýst þetta um hvernig við bregðumst við. Við stjórnum því.“


Arteta var spurður út í titilbaráttuna og það að Man City sé með tveggja stiga forystu.

„Við getum ekki stjórnað því. Í öllum öðrum deildum í heiminum værum við með sex eða átta stiga forystu eftir að hafa unnið alla þessa leiki í röð eins og við gerðum. Það á ekki við um þessa deild. Það er áskorunin,“ sagði Arteta í lokin.
Athugasemdir
banner
banner