Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   lau 24. febrúar 2018 18:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Liverpool bauluðu á Evra og sungu um Suarez - „Bókstaflega verið að styðja rasisma"
Mynd: Getty Images
Patrice Evra var í byrjunarliði West Ham sem sótti Liverpool heim að Anfield Road í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool vann leikinn örugglega 4-1 en stuðningsmenn Liverpool hafa verið gagnrýndir fyrir hegðun sína í garð Evra í leiknum.

Þegar Evra var leikmaður Manchester United lenti hann í miklu ósætti við Luis Suarez, sóknarmann Liverpool. Sakaði Evra þann úrúgvæska um kynþáttafordóma í sinn garð en Suarez var settur í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir vikið.

Stuðningsmenn Liverpool létu Evra heyra það í dag, þeir bauluðu er hann snerti boltann. Einnig sungu þeir Luis Suarez lög og kölluðu Suarez og beindu því í átt að Evra.

Á Twitter skrifar einn: „Með því að syngja Suarez lög að, og baula á Evra er bókstaflega verið að styðja rasisma."

Er þetta ásættanleg hegðun?



















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner