Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 04. júlí 2016 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steven Lennon útskýrir ummæli sín
Icelandair
Steven Lennon
Steven Lennon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon, framherji FH, lét umdeild ummæli falla um íslenska landsliðið á Twitter í gær þegar Ísland spilaði gegn Frakklandi á EM.

Frakkarnir voru mikið sterkari aðilinn og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 4-0 þeim í vil. Þá fór Lennon á Twitter og kvaðst ánægður með stöðuna og sagði alvöru fótbolta loksins vera að vinna á mótinu.



Ummæli Lennon hafa vakið hörð viðbrögð og hafa menn eins og Hjörvar Hafliðason og Ólafur Kristjánsson gagnrýnt þau.

Lennon ákvað fyrir stuttu að birta útskýringu á því sem hann sagði í gærkvöldi á Twitter.

„Ísland, ég ber mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta og fyrir því sem landsliðið hefur afrekað á EM 2016. Tístið mitt í gær beindist ekki að Íslandi eða leikmönnum liðsins. Ég var ánægður að loksins skyldi vera fótbolti með mörkum og sóknum sem hefur vantað á þessu móti. Ef Ísland hefði skorað þessi mörk snemma í leiknum þá hefði tístið mitt verið það sama. Kannski í Rússlandi 2018 þá getur Skotland tekið þátt með ykkur (afar ólíklegt) #aframisland," sagði Lennon um málið.



Sjá einnig:
Hjörvar Hafliða lætur Steve Lennon heyra það á Twitter
Athugasemdir
banner
banner
banner