Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   sun 03. júlí 2016 19:58
Daníel Freyr Jónsson
Hjörvar Hafliða lætur Steve Lennon heyra það á Twitter
Icelandair
Steve Lennon.
Steve Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steve Lennon, hinn skoski framherji Íslandsmeistara FH, er mjög sáttur með stöðu mála í leik Frakklands og Íslands.

Lennon virðist ekki hrifinn af leikaðferð þeirra íslensku á EM og kveðst ánægður með að loksins sé alvöru fótbolti að hafa betur á mótinu miðað við tíst sem hann skrifaði yfir leiknum.

Óhætt er að segja að þetta tíst Lennon hafi fallið í grýttan jarðveg á meðal íslenskra knattspyrnuáhugamanna og sparkspekinga. Hjörvar Hafliðason er einn þeirra sem hafa svarað Lennon fullum hálsi.

Staðan í leik Frakklands og Íslands er 4-0 fyrir þá frönsku nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner