Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 07. janúar 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Mourinho er lítill maður
Mynd: Getty Images
Antonio Conte og Jose Mourinho eru ekki bestu vinir, í rauninni er enginn vinskapur þeirra á milli.

Conte, sem stýrir Chelsea, hefur svarað föstu skoti sem Jose Mourinho, stjóri Manchester United, beindi að honum.

Þeir hafa verið að skjóta ítrekað á hvorn annan í gegnum fjölmiðla undanfarna daga. Það síðasta sem Mourinho sagði um kollega sinn hjá Chelsea tengist veðmálaskandal í ítalska boltanum 2011. Conte fór þáí fjögurra mánaða bann eftir hagræðingu úrslita en var síðan hreinsaður af allri sök í málinu.

Áður hafði Conte sagt að Mourinho væri að glíma við minnistap.

Conte var spurður út í nýjustu ummæli Mourinho í gær en hann sagði: „Svona ummæli, ummæli þegar þú reynir að móðga manneskju án þess að þekkja sannleikann, þá ertu lítill maður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner