Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 07. febrúar 2018 15:02
Elvar Geir Magnússon
Verðandi leikmaður Liverpool gagnrýndur
Keita hefur átt fleiri slaka leiki.
Keita hefur átt fleiri slaka leiki.
Mynd: Getty Images
Ralph Hasenhuttl, þjálfari RB Leipzig, segir að frammistaða Naby Keita hafi dalað síðan hann samþykkti að ganga í raðir Liverpool.

Hasenhuttl segir að Keita sé ekki með sama stöðugleika og hafi gert hann að einni skærustu stjörnu þýsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Keita, sem er 22 ára, skoraði átta mörk og átti sjö stoðsendingar þegar Leipzig lenti í öðru sæti þýsku deildarinnar í fyrra.

Hann mun fara til Liverpool í sumar eftir að enska félagið nýtti sér 48 milljóna punda riftunarákvæði í ágústmánuði 2017.

„Naby er ekki með sama stöðugleika á þessu ári og því síðasta. Það er mikilvægt að hans kröfur og væntingar séu aftur stilltar eðlilega," segir Hasenhuttl.

Þrátt fyrir að Keita hafi ekki verið eins öflugur og á síðasta tímabili hefur hann verið lykilmaður hjá Leipzig og er kominn með þrjú mörk og tvær stoðsendingar.

Leipzig er í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner