Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 06. júní 2018 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Dalot bestur í sínum aldursflokki í Evrópu"
Dalot er orðinn leikmaður Manchester United.
Dalot er orðinn leikmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Manchester United gekk í dag frá kaupum á hægri bakverðinum Diogo Dalot. Hann kemur frá Porto en kaupverðið er sagt rétt undir 20 milljónum punda.

Hinn 19 ára gamli Dalot spilaði sína fyrstu leiki fyir aðallið Porto á nýliðnu tímabili. Hann kemur til með að veita Antonio Valencia samkeppni hjá United á næsta tímabili.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur mikið álit á leikmanninum.

„Diogo er gífurlega hæfileikaríkur ungur varnarmaður með alla þá eiginleika til þess að verða frábær leikmaður fyrir félagið," sagði Jose Mourinho við opinbera heimasíðu Man Utd.

„Hann hefur alla þá eiginleika sem bakvörður þarf að hafa: hann er líkamlega sterkur, taktíska hugsun og tæknileg gæði. Hann kemur líka upp úr akademíunni hjá Porto sem undirbýr leikmenn til að ná upp þeim þroska sem þeir verða að hafa sem atvinnumenn."

„Í sínum aldurshópi er hann besti bakvörður Evrópu og við teljum að hann eigi bjarta framtíð fyrir höndum hjá Manchester United."

Það verður fróðlegt að sjá hversu rétt Mourinho hefur fyrir sér. Mun Dalot ná þeim hæðum sem knattspyrnustjórinn býst við af honum?

„Stærsta félag í heimi"
Dalot talar góða ensku og er mjög spenntur fyrir næstu árum sem leikmaður Manchester United.

„Að ganga til liðs við Manchester United er ótrúlegt tækifæri fyrir mig. Ég ólst upp í akademíu Porto og ég er þakklátur fyrir allt sem mér var kennt þar. Að koma til stærsta félags í heimi er tækifæri sem ég gat ekki hafnað," sagði Dalot í sínu fyrsta viðtali.

„Ég er spenntur fyrir því að vinna með Jose Mourinho og að læra allt sem ég get frá eins sigursælum stjóra. Ég hlakka til að spila með þeim frábæru leikmönnum sem eru hjá félaginu."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner