Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
   mið 05. september 2018 07:45
Elvar Geir Magnússon
Axel: Kominn með gjörsamlega nóg af unglingafótbolta
Axel á æfingu með U21 í gær.
Axel á æfingu með U21 í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn tvítugi Axel Óskar Andrésson fór í síðasta mánuði á lán til Viking í Stafangri eftir að hafa skrifað undir nýjan samning við enska B-deildarfélagið Reading.

Axel er hér á landi með U21-landsliðinu sem býr sig undir leik gegn Eistlandi í undankeppni EM en leikurinn verður á morgun klukkan 16:45 á Kópavogsvelli.

Hann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu U21 liðsins og fékk fyrst spurningu um hvort ekki væri gott að koma heim í rigninguna á Íslandi?

„Það er yndislegt. Ég hef fengið smjörþefinn af þessu í Noregi og ég er að fíla þessa rigningu og smá kulda," sagði Axel léttur en honum lýst vel á að vera kominn í raðir Viking sem er í öðru sæti norsku B-deildarinnar.

„Það er gott að vera kominn í karlalið á fínu leveli og fá að spila 90 mínútur í hverri einustu viku. Það eru einhverjir átta leikir eftir núna og það er yndislegt að vera í þessu umhverfi. Ég er kominn með gjörsamlega nóg af unglingafótbolta og minn tími er kominn að byrja aðalliðsferil."

„Ég vildi fara á lán til liðs þar sem ég fæ að spila mikið og bæti mig sem leikmaður. Ég tel mig vera á frábærum stað til að bæta mig. Viking vill spila skemmtilegan fótbolta og sparka ekki fram. Viking er eitt stærsta félag Noregs en féll niður vegna fjárhagsörðugleika. Öll aðstaða er frábær."

Axel vonast enn til að ná að festa sig í sessi hjá Reading og telur jafnvel möguleika á að hann fái leiki á þessu tímabili eftir að lánsdvöl hans lýkur.

„Lánið er bara fram í desember og svo fer ég beint aftur til Reading. Ég ætla að reyna að koma mér inn í liðið þar. Það eru sex leikir búnir og enginn sigur kominn í hús. Það er varnarkrísa hjá liðinu," sagði Axel en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar hann meðal annars um bróðir sinn, markvörðinn 17 ára Jökul Andrésson, sem einnig er á samning hjá Reading.
Athugasemdir
banner
banner
banner