Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 03. október 2018 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Prófaði að drekka eins mikið og Lloris
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins, var á dögunum sviptur ökuleyfi sínu og gert að greiða 50 þúsund pund (7,5 milljónir króna) í sekt.

Lloris (31) var gripinn ölvaður undir stýri aðfaranótt föstudagsins 24. ágúst, en var með yfir tvöfalt leyfilegt magn áfengis í blóði sínu þegar hann var gripinn.

Segja má með sanni að hann hafi verið blindfullur. Lloris var að keyra Porsche Panamera bifreið sína þegar lögreglumenn stöðvuðu hann. Lloris hafði kastað upp í bílnum og lögreglumenn þurftu að styðja við hann til að koma honum út úr bílnum.

Einn norskur blaðamaður, Mathias Skarpaas að nafni, ákvað að gera tilraun í tengslum við ölvunarakstur Lloris.

Hann prófaði að drekka það mikið áfengi að hann myndi mælast með jafnmikið áfengismagn í blóði sínu og Lloris þetta kvöld.

Skarpaas gagnrýnir það að Lloris hafi ekki fengið meiri refsingu. „Lloris er enn fyrirliði Tottenham og stuðningsmennirnir hugsa bara um að hann spili gegn Liverpool. Gæinn var blindfullur og ældi í bílinn sinn!"

Myndbandið má sjá hér að neðan. Sjón er sögu ríkari.


Athugasemdir
banner
banner
banner