Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 08. október 2018 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birnir Snær og Ægir Jarl halda spilunum þétt að sér
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ægir Jarl Jónasson.
Ægir Jarl Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Birnir Snær Ingason og Ægir Jarl Jónasson, leikmenn Fjölnis, eru sagðir á óskalistanum hjá sterkustu liðum Pepsi-deildarinnar.

Þeir hafa báðir verið orðaðir við efstu fimm lið Pepsi-deildarinnar; Val, Breiðablik, Stjörnuna, KR og FH.

Fjölnir féll úr Pepsi-deildinni og því eru ágætis líkur á því að þessir leikmenn yfirgefi Grafarvogsliðið.

Fótbolti.net setti sig í samband við þá báða í dag en báðir sögðu þeir að ekkert væri orðið ljóst með framtíð þeirra.

Birnir viðurkennir að markmið sitt sé að spila í Pepsi-deildinni en Ægir vildi gefa minna upp.

„Jú það er markmiðið en ekkert komið í ljós," sagði Birnir en þegar Ægir Jarl fékk sömu spurningu þá sagði hann: „Það verður bara að koma í ljós."

Lærdómsríkt sumar
Birnir, sem hefur verið einn besti leikmaður Fjölnis síðustu ár, segir að þetta sumar hafi verið mjög lærdómsríkt.

„Það var mjög lærdómsríkt tímabil. Það er mikið af hlutum sem hefðu getað farið betur en fullt af hlutum sem maður lærði. Að falla er einhver mesta niðurlæging sem hægt er að lenda í, en maður verður bara að læra af því," sagði Birnir.

Hann telur að Fjölnir geti farið beint aftur upp úr Inkasso-deildinni, hann er í engum vafa um það.

„Já, klárlega. Með liðið sem við erum með núna munum við fara beint upp aftur, en það er spurning hverjir verða enn hjá liðinu og hverjir fara. Ungu strákarnir í liðinu eru mjög góðir þannig að Fjölnir verður ekki lengi í Inkasso-deildinni."
Athugasemdir
banner
banner