Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   sun 14. október 2018 23:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Mirror 
Frændi Messi um Maradona: Sorglegt að sjá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir sem standa Lionel Messi næst eru langt frá því að vera sáttir með ummæli sem Diego Maradona lét falla í nýlegu viðtali.

Maradona, sem er einn besti leikmaður í sögu fótboltans, talaði um Messi, sem er einni talinn einn besti leikmaður í sögu fotboltans, í viðtali við Fox Sports.

„Messi er frábær leikmaður en hann er enginn leiðtogi. Frekar en að tala við þjálfara og leikmenn er hann að spila PlayStation. Svo á vellinum vill hann vera leiðtogi. Það er tilgangslaust að gera leiðtoga úr manni sem fer tuttugu sinnum á klósettið fyrir leik," sagði Maradona.

Maradona hefur oft talað vel um Messi en ekki í þetta skiptið. Hann hélt því einnig fram í viðtalinu að ef hann væri landsliðsþ.jálfari þá myndi hann ekki kalla Messi í landsliðið. Messi hefur ekki spilað fyrir Argentínu síðan liðið féll úr leik á HM í sumar. Messi er óviss hvort hann haldi áfram með argentíska landsliðinu.

Frændi Messi, Maxi Biancucchi sem spilar fótbolta í B-deildinni í Paragvæ, tók ekki vel í ummæli Maradona.

„Það er bjánalegt að tala illa um Messi. Það er sorglegt að sjá einhvern sem montar sig af því að vera leiðtogi, að hann skuli tala svona um leikmann sem er sá besti sem við eigum."

Ummæli Maradona hafa fengið mismunandi viðbrögð í Argentínu. Sumir eru sammála Maradona, aðrir ekki.

„Maður sem er líkamlega og andlega veikur eins feiti maðurinn Diego má ekki gagnrýna Messi," skrifar einn en annar skrifar: „Hvað er rangt í því sem Diego segir? Svona er þetta. Hættið að koma fram við Messi eins og hann sé bestur, hann er það ekki."
Athugasemdir
banner