Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 03. nóvember 2018 13:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hræðilegur tölvupóstur frá háttsettum aðila hjá Man City
Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður Man City. Hann ætlaði að lögsækja UEFA.
Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður Man City. Hann ætlaði að lögsækja UEFA.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain hefur keypt leikmenn eins og Kylian Mbappe og Neymar á síðustu árum.
Paris Saint-Germain hefur keypt leikmenn eins og Kylian Mbappe og Neymar á síðustu árum.
Mynd: Getty Images
Þýski fjölmiðillinn Spiegel greindi frá því í gær að Gianni Infantino, forseti FIFA, hefði hjálpað Manchester City og PSG að forðast stórar refsingar eftir að félögin brutu fjárhagsreglur UEFA.

Sjá einnig:
Infantino hjálpaði Man City og PSG að forðast stórar refsingar

Infantino var framkvæmdastjóri hjá UEFA þegar hann aðstoðaði Man City og PSG. Hann er í dag forseti FIFA.

City fékk og fær miklar auglýsingatekjur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og PSG fær sömuleiðis miklar auglýsingatekjur frá Katar, en eigendur félaganna koma frá þessum löndum. Sérfræðingar sem rannsökuðu auglýsingasamninga félaganna komust að því að samningarnir voru mikið minna virði en það sem félögin voru að fá borgað.

Þetta er bannað samkvæmt fjárhagsreglum UEFA, fjárhagsupplýsingar félaga þurfa að vera skýrar og réttar. Infantino á að hafa rætt við forráðamenn beggja félaga og aðstoðað þá við að sleppa við mikla refsingu út af þessu. Refsingin hefði getað falið það í sér bann úr Meistaradeildinni.

„Einn fallinn, sex eftir"
Samkvæmt Football Leaks þá ætlaði Manchester City að berjast með kjafti og klóm gegn UEFA áður en Infantino blandaði sér í málið.

Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður City, ætlaði að ráða 50 bestu lögmenn í heimi og lögsækja UEFA í 10 ár samfellt ef félagið hefði fengið harða refsingu eins og að vera vikið úr Meistaradeildinni.

Þá er einnig greint frá frekar ógeðslegum tölvupósti á vegum starfsmanns Manchester City á meðan UEFA var að rannsaka félagið.

UEFA hafði sett sett sjö rannsakendur í að rannsaka mál félagsins en einn af þessum rannsakendum varð veikur og lést árið 2014. Í tölvupóstinum sem háttsettur starfsmaður Man City sendi frá sér, þar segir: „Einn fallinn, sex eftir."

Þess má geta að Man City og PSG hafa sent frá sér yfirlýsingar. PSG neitar sök, þ.e.a.s. að hafa hitt Infantino á leynifundum og segist alltaf hafa fylgt lögum og reglum. Man City neitaði að tjá sig mikið um málið en sagði í yfirlýsingu:

„Þessi tilraun til að eyðileggja orðspor félagsins er skipulögð og augljós."



Athugasemdir
banner
banner
banner