Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 14. janúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HK/Víkingur semur við hina efnilegu Ísafold
Ísafold Þórhallsdóttir og Þórhallur Víkingsson, faðir hennar og þjálfari HK/Víkings.
Ísafold Þórhallsdóttir og Þórhallur Víkingsson, faðir hennar og þjálfari HK/Víkings.
Mynd: HK/Víkingur
Penninn er á lofti hjá HK/Víkingi þessa daganna. Nýverið endursömdu tveir leikmenn við félagið og nú hefur verið tilkynnt að Ísafold Þórhallsdóttir, fædd 2002, hafi endursamið við félagið.

Ísafold lék með sigursælu liði Víkings upp yngri flokka og hefur hún átt fast sæti í úrtakshópum yngri landsliða U16 og U17. Hún á að baki 10 landsleiki fyrir U17 landsliðið.

Ísafold lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki HK/Víkings í byrjun árs 2017 og skoraði sitt fyrsta mark í þeim næsta. Hún varð deildarbikarmeistari C-deildar þá um vorið og lék svo níu leiki með liðinu þegar það tryggði sér deildarmeistaratitil og Pepsi-deildarsæti síðar um sumarið.

Alls spilaði hún 15 leiki með meistaraflokki, enn á yngra ári í 3. flokki. Komst hún þannig í fámennan hóp leikmanna sem náð hafa fleiri en 10 leikjum fyrir HK/Víking á þeim aldri. Hinar eru Lára Hafliðadóttir (20), Anna Garðarsdóttir (14) og Glódís Perla Viggósdóttir (12). Reyndar hefur Þórhildur systir hennar síðar gert gott betur.

Ísafold sleit krossbönd í hné á undirbúningstímabilinu fyrir síðustu leiktíð og spilaði því ekki með liðinu í Pepsi-deildinni. Hún fylgdi liðinu samt í nánast alla leiki sumarsins og einungis tvisvar var hún ekki í skráð í liðsstjórn á leikskýrslu.

„Eins og að framansögðu má ráða, þá er Ísafold ein af efnilegustu leikmönnum landsins. Hæfileikar hennar eru óumdeildir, en hún er líka mjög þroskaður leikmaður sem nálgast nálgast liðið og liðsfélagana af virðingu. Það er HK/Víkingi mikið gleðiefni að hafa endurnýjað samning við hana og mikið tilhlökkunarefni að sjá hana á vellinum í sumar," segir í tilkynningu HK/Víkings.

HK/Víkingur hafnaði í sjöunda sæti Pepsi-deildar kvenna á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner