Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 12. desember 2019 11:00
Elvar Geir Magnússon
Ljungberg veit ekki hvort hann sé í myndinni
Freddie Ljungberg.
Freddie Ljungberg.
Mynd: Getty Images
Freddie Ljungberg, bráðabirgðastjóri Arsenal, segir að ekkert hafi verið rætt við sig um það hvort til greina komi að hann verði ráðinn til frambúðar.

Arsenal vann langþráðan sigur þegar liðið lagði West Ham á London leikvangnum á mánudagskvöld.

Þetta var fyrsti sigur Ljungberg síðan hann tók við sem bráðabirgðastjóri eftir að Unai Emery var rekinn. Arsenal leitar nú að nýjum stjóra.

„Það mættu allir inn í klefann eftir leik nema eigandinn," sagði Ljungberg en Edu og Raul Sanllehi, sem stýra málum hjá Arsenal, létu sjá sig.

„Þeir voru mjög ánægðir með sigurinn. En ég hef ekkert rætt við yfirmenn mína um að taka við liðinu til frambúðar," sagði Ljungberg þegar hann var spurður hvort hann kæmi til greina í starfið.

„Mitt verk snýst um að taka einn dag í einu, einn leik í einu, og hjálpa þessu magnaða félagi. Það er það sem ég reyni að gera. Það eru stjórnarmennirnir sem taka ákvarðanirnar og ég skipti mér ekkert af því."

Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri Chelsea, hefur verið orðaður við starfið eftir að hann var rekinn frá Napoli á þriðjudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner