Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 02. september 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Cristiano Ronaldo yngri setti fernu í fyrsta leik
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo Jr. spilaði sinn fyrsta leik fyrir U9 ára lið Juventus á dögunum.

Hann gerði sér lítið fyrir og setti fernu í fyrsta leik sem var gegn U9 ára liði Parma.

Faðir hans er ekki enn búinn að skora fyrir Juventus þrátt fyrir margar tilraunir en nú þarf hann að girða sig í brók til að halda í við son sinn.

„Hann er mikill keppnismaður eins og ég var á hans aldri. Hann hatar að tapa og ég er 100 prósent viss um að hann verði eins og ég í framtíðinni," sagði Ronaldo eldri.

„Mér finnst gaman að kenna honum fótbolta en hann getur orðið hvað sem hann vill og ég mun alltaf standa við bakið á honum."

Ronaldo segist vilja sjá son sinn verða að atvinnumanni í knattspyrnu en hann ætli ekki að setja neinu pressu á hann.

„Auðvitað vil ég að Cristiano verði atvinnumaður því ég held hann hafi það sem þarf. Hann er með góðan líkama, hann er snöggur, hæfileikaríkur og skýtur vel.

„Ég ætla ekki að setja pressu á hann en auðvitað dreymir mig um að sjá strákinn minn verða að atvinnumanni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner