Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 02. desember 2020 13:50
Elvar Geir Magnússon
Kane æfði ekki í dag - Verður klár gegn Arsenal
Gareth Bale á æfingu í dag.
Gareth Bale á æfingu í dag.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Harry Kane æfði ekki með Tottenham í morgun en hann verður þó klár á sunnudaginn þegar grannaslagurinn gegn Arsenal fer fram.

Kane hefur farið með himinskautum á þessu tímabili, er með sjö mörk og níu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni.

Kane verður ekki með á morgun þegar Tottenham leikur gegn austurríska liðinu LASK í Evrópudeildinni.

Á fréttamannafundi í dag sagði Jose Mourinho að Kane væri að glíma við meiðsli.

„Ég ætla ekki að segja ykkur nákvæmlega hvernig meiðsli þetta eru. Ég tel miklar líkur á því að hann verði með gegn Arsenal. Ég vil ekki fela neitt varðandi það hvort hann spili eða ekki. Ég held að hann sé að fara að spila, það er mín tilfinning," segir Mourinho.

Kane elskar að skora gegn Arsenal en hann er með tíu mörk í ellefu úrvalsdeildarleikjum gegn Arsenal.

Carlos Vinicius og Sergio Reguilon eru einnig meiddir en eiga möguleika á því að spila um helgina. Erik Lamela verður ekki með.

Á fréttamannafundinum í dag ræddi Mourinho einnig um aðlögum Gareth Bale en hann segir að velski landsliðsmaðurinn sé að venjast því að spila regluglega á ný. Bale var talsvert frá vegna meiðsla á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner