Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Óli er búinn að þroskast fullt á þessum stutta tíma"
Spilaði fyrst með Fram árið 2019 og hefur verið þar síðan.
Spilaði fyrst með Fram árið 2019 og hefur verið þar síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Owen var ráðinn markmannsþjálfari Fram í vetur.
Gareth Owen var ráðinn markmannsþjálfari Fram í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í vetur að Fram skyldi framlengja við markvörðinn Ólaf Íshólm Ólafsson sem var að renna út á samningi. Ólafur hefur fengið talsverða gagnrýni eftir að Fram kom upp í efstu deild og ekki þótt standa sig nægilega vel.

Hann á afmæli í dag, er 29 ára gamall, og hefur farið vel af stað á tímabilinu. Í lok leiksins gegn Fylki á sunnudaginn þá átti Óli frábæra vörslu.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Fylkir

Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson, þjálfara Fram, og var hann spurður út í markvörðinn sinn.

„Óli var öryggið uppmálað allan þennan leik og er búinn að vera spila mjög vel fyrir okkur. Hann er kominn með sjálfstraust. Þetta er svolítið eins og í handboltanum, ef vörnin fyrir framan er góð þá ver markmaðurinn. Það er auðveldara fyrir markmann að verja þegar það er góður varnarleikur. Útileikmennirnir reyna að koma andstæðingnum í verri færi heldur en ella. Með því aukast líkurnar á því að markmaðurinn geti varið."

„Svo vonast maður alltaf til að markmaðurinn verji fyrir þig og vinni stig fyrir þig með svona markvörlsum eins og Óli sýndi á móti Fylki. Þessi bolti hefði hæglega getað siglt í netið og þá værum við bara með eitt stig út úr þessum leik eins og Fylkir. Fyrir vikið löbbum við af vellinum með þrjú stig, hann bjargar okkur á ögurstundu þegar við erum að reyna halda fengnum hlut og lítið eftir."

„Frábær varsla og sýnir að Óli er búinn að þroskast fullt á þessum stutta tíma sem hann er búinn að vinna með nýja markmannsþjálfaranum okkar (Gareth Owen). Það er bara jákvætt fyrir hann og félagið: að fá Óla á þann stað sem hann á að vera,"
sagði Rúnar.


Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner