Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 04. október 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Hamza hatar að fara í klippingu
Hamza Choudhury.
Hamza Choudhury.
Mynd: Getty Images
Hamza Choudhury, miðjumaður Leicester, hefur vakið athygli fyrir hárgreiðslu sína en hún fer ekki framhjá neinum.

Hinn 22 ára gamli Hamza, sem á ættir að rekja til Bangladesh, segir að ástæðan fyrir greiðslunni sé einföld, hann hati að fara í klippingu.

„Ég klippti mig alltaf áður fyrr því mamma skipaði mér að fara í klippingu þegar ég var yngri. Núna leyfi ég hárinu bara að vaxa," segir Hamza í viðtali við BBC.

Hamza hefur komið við sögu í öllum leikjum Leicester á tímabilinu en hann ólst upp á Englandi og dreymir um að spila með enska landsliðinu.

„Að spila fyrir England er stærsti draumur minn. Ég hef hugsað um það en ég verðskulda það ekki ennþá. Ég á langan veg eftir og marga leiki eftir til að sanna að ég geti spilað fyrir England. Það yrði heiður," sagði Hamza.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner