Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 05. mars 2024 10:09
Elvar Geir Magnússon
Carragher: Ein versta frammistaða sem ég hef séð
William Osula.
William Osula.
Mynd: Getty Images
Arsenal slátraði Sheffield United 6-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ef þetta hefði verið hnefaleikakeppni hefði dómarinn verið búinn að stöðva bardagann í fyrri hálfleik.

Arsenal var 5-0 yfir í hálfleiknum og leikurinn var algjör einstefna. Arsenal var 80% með boltann og átti sextán marktilraunir, sjö á markið.

Sheffield United hefur fengið nokkra skelli á þessu tímabili, tapaði til að mynda 8-0 heima gegn Newcastle í september.

„Þessi frammistaða var gjörsamlega til skammar. Þessi frammistaða í fyrri hálfleik var líklega sú versta sem ég hef séð. Ég man ekki eftir nokkru eins slæmu," sagði Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, í útsendingu frá leiknum.

Sheffield United er í neðsta sæti ensku deildarinnar, ellefu stigum frá öruggu sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 21 6 8 72 50 +22 69
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 8 12 61 58 +3 47
10 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
11 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
12 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner