Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut:komnar 2-1 yfir og þá vill maður halda þeirri forystu
Sigurborg Katla: Ekki mættar til leiks í fyrri hálfleik
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
   mán 05. júlí 2021 21:51
Alexander Freyr Tamimi
Arnar Gunnlaugs: Vonandi verður Helgi aftur örlagavaldur
Arnar Gunnlaugsson var að vonum sáttur með sigurinn.
Arnar Gunnlaugsson var að vonum sáttur með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson var að vonum kampakátur með 1-0 sigur sinna manna í Víkingi gegn ÍA í Pepsi Max deildinni í kvöld. Sigurinn gat ekki verið dramatískari, með vítaspyrnu í uppbótartíma, en þökk sé sigrinum eru lærisveinar Arnars enn í bullandi titilbaráttu með 22 stig, fimm stigum frá toppliði Vals og með leik til góða.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 ÍA

„Þetta var mjög erfiður leikur í fæðingu. Skaginn kom með mjög beinskeitt "gameplan". Mér fannst á tímabili eins og við gætum spilað til hádegis á morgun og ekki náð inn marki. Þetta var mjög ljúft og mjög mikilvægt mark. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu mikilvægt mark þetta var og mikilvægur sigur, því okkur er búið að ganga illa á móti liðunum fyrir neðan okkur. Sumarið heldur áfram," sagði Arnar við Fótbolta.net eftir leikinn. Hann viðurkennir að hann hefði orðið ansi svekktur með einungis eitt stig úr leiknum, enda voru hans menn talsvert sterkari aðilinn.

„Ég hef verið ánægður með sum jafntefli í sumar en þetta hefði ekki verið eitt af þeim. Við vorum töluvert betri aðilinn í leiknum og ég held að enginn geti horft framhjá því."

Vítaspyrnudómurinn í uppbótartíma, sem Nikolaj Hansen nýtti til að skora sigurmarkið, vakti litla kátínu meðal Skagamanna, en Helgi Mikael virtist fyrst ekki dæma víti en skipti síðan um skoðun nokkrum sekúndum seinna.

„Sem betur fer eigum við Nikolaj nokkurn Hansen og hann var ískaldur á vítapunktinum," sagði Arnar, sem skilur gremju Skagamanna.

„Ég hefði verið vel ósáttur líka en mér fannst Helgi Mikael vera í mjög góðri stöðu til að dæma. Ég á eftir að sjá þetta aftur, en mér fannst dómarinn vera í mjög góðri aðstöðu til að dæma vítið og það var mjög djarft hjá honum að dæma víti," sagði Arnar, sem minnist þess þegar Helgi Mikael rak þrjá leikmenn Víkings af velli í fyrrasumar gegn KR.

„Fyndið með söguna í fótboltanum, hann var örlagavaldur á tímabilinu í fyrra í KR leiknum fræga og vonandi verður hann örlagavaldur á þessu tímabili líka, á jákvæðari hátt, með þessu víti."

Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni hér að ofan. Þar staðfestir hann m.a. að Víkingur hafi gert tilboð í Birni Snæ Ingason, leikmann HK, og að hann vonist enn til að fá leikmanninn til liðs við sig ásamt frekari liðsstyrk fyrir titilbaráttuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner