Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   lau 27. apríl 2024 19:52
Sverrir Örn Einarsson
Eva Rut: Skítamark úr horni
Eva Rut Ásþórsdóttir
Eva Rut Ásþórsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við vorum komnar 2-1 yfir og þá vill maður halda þeirri forystu. Við fáum eitthvað skítamark á okkur úr horni en við verðum að virða þetta stig“ Sagði Eva Rut Ásþórsdóttir fyrirliði Fylkis eftir 2-2 jafntefli Fylkiskvenna við Víkinga á útvelli í nýliðaslag í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Fylkir

Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin á að ógna. Það voru þó Víkingar sem voru fyrri til að skora á 43.mínútu leiksins eftir að hafa misnotað vítaspynu fyrr í leiknum. Það tók þó ekki nema mínútu fyrir lið Fylkis að rétta hlut sinn og jafna leikinn. Alvöru karakter í liðinu?

„Geggjaður karakter að svara strax fyrir sig og Tinna geggjuð að verja þetta víti.“

Hálfleiksræða Gunnars þjálfara Fylkis hefur farið vel ofan í liðið en aðeins rétt rúm mínúta var liðin er liðið fékk vítaspyrnu sem Eva Rut skoraði úr og kom liðinu í forystu.

„Hann peppaði okkur í gang í hálfleik og við vorum allar tilbúnar í það að fara út og gera betur. Við fengum svo þetta víti eftir einhverja eina mínútu og það var geggjað.“

Fylkisliðið með tvö stig að loknum tveimur fyrstu umferðunum eftir tvö jafnfefli. Það stóð ekki á svörum hjá Evu þegar hún var spurð. Hvað þarf liðið að gera til að breyta þessum jafnteflum í sigra?

„Við þurfum bara að hætta að fá okkur mörk og skora fleiri. ég held að það sé bara nokkuð ljóst.“

Einfalt og gott svar það en allt viðtalið við Evu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner