Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 06. mars 2024 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íhugar að velja Branthwaite í landsliðið
Jarrad Branthwaite.
Jarrad Branthwaite.
Mynd: Getty Images
Jarrad Branthwaite, varnarmaður Everton, kemur til greina í landsliðshóp Englands fyrir verkefnið núna í mars.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, mun velja landsliðshóp sinn á fimmtudaginn í næstu viku en hann er að bíða eftir fréttum af meiðslum hjá nokkrum leikmönnum.

England mætir Brasilíu og Belgíu í æfingaleikjum en þetta eru síðustu æfingaleikirnir áður en hópurinn verður valinn fyrir Evrópumótið í sumar.

Luke Shaw, Marc Guehi, Trent Alexander-Arnold og Reece James eru frá vegna meiðsla og þá eru Harry Maguire og Kieran Trippier tæpir.

Daily Mail segir að Southgate sé að íhuga að velja Branthwaite í fyrsta sinn en hann hefur heillað landsliðsþjálfarann á undanförnum mánuðum.

Jafnvel þó að hinn 21 árs gamli Branthwaite verði ekki í hópnum að þessu sinni þá er bara tímaspursmál hvenær hann verður valinn. Hann er búinn að festa sig í sessi í Everton og hefur átt virkilega flott tímabil til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner