Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 06. mars 2024 18:00
Elvar Geir Magnússon
Mun Evrópa draga úr krafti Víkinga í Bestu deildinni í sumar?
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það yrði algjör vanvirðing að spá Víkingi ekki titlinum, miðað við sem þeir hafa gert á leikmannamarkaðnum," segir Baldur Sigurðsson sem var sérstakur gestasérfræðingur í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Í síðustu ótímabæru spá útvarpsþáttarins er því spáð að Víkingur muni verja Íslandsmeistaratitil sinn.

„Hvar geta þeir styrkt sig? Jú maður getur horft á vinstri bakvörðinn, örvfættan bakvörð í staðinn fyrir Loga (Tómasson). Maður sem getur þá komið inn og spilað inn á miðjunni eftir því hvernig skapið í Arnari er hverju sinni," segir Baldur.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings virtist vera að taka við Norrköping í vetur en það datt upp fyrir.

„Ef það fer að ganga illa, hvernig bregst liðið við og hvernig bregst Arnar við? Manni leið eins og hann væri á leið út úr deildinni. Hann hefur verið mjög opinn og hreinskilinn með að hann langaði út. Það er hægt að segja að allur hugurinn sé á Víking en hitt blundar í honum. Hefur það áhrif? Hann er bara mannlegur. Ef það hristir í stoðunum gætu komið upp snjóboltaáhrif."

Í fyrra sáum við leikjaálag Breiðabliks, sem fór alla leið í Evrópukeppninni, hafa áhrif á gengið í deildinni.

„Geta Víkingar lent í því sama og Blikar lentu í fyrra? Þeir eru í Evrópu og vilja fara langt þar. Ef þeir fara að hiksta í deildinni gætu þeir þá farið að einbeita sér að Evrópukeppninni og lent í því sama og Blikar sem fórnuðu deildarleikjunum fyrir Evrópuleikina. Það er alveg skiljanlegt því þar koma peningar inn í kassann og það er draumur Arnars að komast í Evrópu," segir Baldur og Valur Gunnarsson tekur undir.

„Ég er sammála Baldri, ég held að Evrópukeppnin gæti spilað inn í og að þetta verði mun jafnara en í fyrra."
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner