Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 06. mars 2024 10:30
Enski boltinn
„Þetta er slakasti leikmaður sem ég hef séð í United treyjunni"
Sofyan Amrabat.
Sofyan Amrabat.
Mynd: EPA
Í leik með Man Utd.
Í leik með Man Utd.
Mynd: Getty Images
Sofyan Amrabat hefur ekki átt merkilegt tímabil með Manchester United, bara alls ekki.

Það var nokkuð mikil spenna í kringum hann þegar United fékk hann á láni frá Fiorentina síðasta sumar. Hann var frábær með Marokkó á HM 2022 og hafði einnig verið orðaður við Liverpool. Í dag þykja þetta ömurleg félagaskipti því Amrabat hefur verið afar slakur á tímabilinu.

Hann átti virkilega slaka innkomu í 3-1 tapinu gegn Man City síðasta sunnudag en það var rætt um hann í Enski boltinn hlaðvarpinu í gær.

„Maður veltir því fyrir sér hvort að hann geti ekki neitt af því hann er að koma í Manchester United, og hvort hann hefði verið trylltur ef hann hefði farið í Liverpool. Þetta er slakasti leikmaður sem ég hef séð í United treyjunni. Ég sver það," sagði Eysteinn Þorri Björgvinsson, leikmaður Augnabliks og stuðningsmaður Man Utd, í hlaðvarpinu í gær.

„Hann getur ekki tekið á móti bolta og hann getur ekki gefið sendingu. Mér finnst hann gjörsamlega gagnslaus þegar hann er í liðinu."

„Hann er svo hægur líka. Maður sá þetta myndband af honum á HM þegar hann hleypur Mbappe uppi. Það er eins og hann hafi þyngst um 30 kíló frá HM því hann haggast ekki."

Man Utd borgaði 10 milljónir evra til að fá Amrabat á láni og getur svo keypt hann á 25 milljónir evra í sumar. Það er litlar sem engar líkur á því að United nýti sér það ákvæði.

„Þetta eru einhver verstu félagaskipti sögunnar. Að borga 10 milljónir evra til þess að fá þennan gæja á láni eru ansi athyglisverð skipti," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í þættinum.
Enski boltinn - Martraðartitilbarátta fyrir Man Utd menn
Athugasemdir
banner
banner
banner