Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 07. mars 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Courtois og Militao að snúa aftur eftir krossbandsslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thibaut Courtois og Eder Militao, leikmenn Real Madrid, gætu verið í hópnum hjá liðinu í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en þetta sagði Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, í gær.

Courtois sleit krossband í ágúst á síðasta ári og hefur verið frá síðan en Madrídingar fengu Kepa Arrizabalaga á láni frá Chelsea til að leysa hann af hólmi.

Brasilíski miðvörðurinn Eder Militao sleit krossband aðeins nokkrum dögum síðar.

Báðir eru að snúa aftur á völlinn en Ancelotti sagði að það væri möguleiki á því að þeir gætu verið með í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Real Madrid, sem er í harðri titilbaráttu á Spáni og heldur þá einnig í vonina um að vinna Meistaradeildina í fimmtánda sinn í sögu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner