Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 07. mars 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Efasemdir um að Chelsea nái að standast fjárhagsreglur
Behdad Eghbali og Todd Boehly, eigendur Chelsea.
Behdad Eghbali og Todd Boehly, eigendur Chelsea.
Mynd: Getty Images
Guardian segir að efasemdir séu um að Chelsea muni geta staðist fjárhagsreglur varðandi hagnað og sjálfbærni eftir að opinberað var að félagið hefði tapað 90 milljónum punda á síðasta fjárhagsári.

Árinu á undan var tapið 121,4 milljónir punda og er óttast að þeir bláu muni ekki ná að standast reglur ensku úrvalsdeildarinnar og UEFA um fjármál.

Chelsea hefur eytt yfir milljarði punda í leikmannakaup síðan
Todd Boehly og félagar keyptu félagið. Í tilkynningu frá Chelsea segir að það haldi sig innan ramma fjárhagsreglna.

Þrátt fyrir eyðsluna endaði Chelsea aðeins í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er í því ellefta núna. Hætta er á að Chelsea missi því af Evrópusæti annað tímabilið í röð og það hefur neikvæð áhrif á innkomuna. Chelsea á FA-bikarleik framundan gegn Leicester en með því að vinna bikarinn kemst liðið í Evrópudeildina.

Talið er að Lundúnafélagið þurfi að fá inn tekjur með því að selja uppalda leikmenn í sumar. Innkoma fyrir sölu á leikmönnum á borð við Armando Broja, Trevoh Chalobah, Conor Gallagher og Ian Maatsen skráist sem hreinar tekjur varðandi fjárhagsreglur.
Athugasemdir
banner