Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 07. mars 2024 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fær Valur inn miðjumann? - Gylfi ekki mættur í æfingaferðina
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Heimisson.
Birkir Heimisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fagnar marki.
Valur fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Valsmönnum er spáð góðu gengi fyrir Íslandsmótið í sumar og er búist við því að liðið verði í baráttu um meistaratitilinn. Það myndi nú klárlega hjálpa liðinu að bæta Gylfa Þór Sigurðssyni í sinn leikmannahóp en sögur þess efnis hafa heyrst síðustu vikur.

Fjórir mánuðir eru síðan Gylfi spilaði síðast fótboltaleik en hann virðist vera að huga að endurkomu. Gylfi er félagslaus en hann rifti samningi sínum við danska félagið Lyngby vegna meiðslanna sem hafa verið að stríða honum.

Gylfi hefur verið orðaður við Bestu deildina og þá helst Val en hann æfði með liðinu í fyrra, áður en hann gekk í raðir Lyngby. Sögur fóru á kreik í vikunni að hann myndi fara í æfingaferð með Val en Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, segir að Gylfi sé ekki með liðinu í æfingaferðinni og viti ekki til þess að hann mæti. Hann var á dögunum að æfa með Fylki á Spáni.

„Það væri gaman ef hann væri hérna en hann er það ekki," sagði Arnar við Fótbolta.net í dag. Það hafi verið rætt um það að Gylfi myndi vera með Val í æfingaferðinni en hann er ekki með liðinu á Spáni, allavega ekki þessa stundina. „Eins og staðan í dag, þá er hann ekki með okkur."

Skoða markaðinn
Valur seldi á dögunum Birki Heimisson í Þór og áður hafði Haukur Páll Sigurðsson hætt og Hlynur Freyr Karlsson verið seldur út til Haugesund í Noregi. Bjarni Guðjón Brynjólfsson, ungur leikmaður sem var fenginn úr Þór, getur leyst stöðu miðjumanns og það getur Jakob Franz Pálsson líka. En utan frá virðist samt sem áður vanta miðjumann í hópinn.

„Við erum að skoða markaðinn. Við erum ekki komnir þangað að við séum líklegir með eitthvað. Við erum bara að leita og ef við finnum einhvern góðan þá tökum við hann. Ef ekki, þá tökum við þennan hóp inn í tímabilið," segir Arnar.

Birkir var á dögunum seldur í Þór. Er erfitt að missa hann úr hópnum?

„Birkir er góður leikmaður og hefur spilað nokkuð stóra rullu fyrir okkur. Hann hefur byrjað eða verið alveg við það. Auðvitað er eftirsjá í honum en svona er fótboltinn. Þetta er búið og hann er mjög sáttur. Það er vonandi að gerast eitthvað skemmtilegt hjá Þór og hann vildi taka þátt í því sem gamall Þórsari. Svo verður að koma í ljós hvað gerist hjá okkur. Við erum vel mannaðir enn og það er ekkert vandamál."

„Við erum alveg með leikmenn til að leysa þessa stöðu. Auðvitað væri ég til í að fá einn inn en það er ekkert panikk á okkur," segir Arnar en það væri ekki verra fyrir Val ef Gylfi Þór Sigurðsson bætist svo í miðjumannssveit liðsins. Hvort það gerist, það verður að koma í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner