Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 09. nóvember 2018 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta landsliðsverkefni Eggerts síðan 2014
Icelandair
Eggert Gunnþór er mættur aftur í landsliðið.
Eggert Gunnþór er mættur aftur í landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór Jónsson er kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Eggert var síðast í landsliðshóp árið 2014 en hann spilaði síðast landsleik, að því er kemur fram á vefsíðu KSÍ, árið 2012 gegn Sviss í undankeppni HM.

Eggert, sem er þrítugur, spilar með Sönderjyske í dönsku úrvalsdeildinni og hefur gert það frá því í janúar á síðasta ári. Eggert er í stóru hlutverki á miðjunni hjá Sönderjyske.

„Hann er að spila hjá Sönderjyske og hann er að standa sig vel. Ég veit að hann hefur ekki spilað fyrir Ísland í langan tíma. Hann er einn af þeim leikmönnum sem við viljum sjá," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari, um valið.

„Hann getur spilað í mörgum stöðum en við lítum á hann sem miðjumann."

„Ég hef bara séð myndbönd af honum en ég hef líka heyrt mjög góða hluti."

Eggert á 19 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Smelltu hér til að sjá hópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner