Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 10. nóvember 2018 17:08
Ívan Guðjón Baldursson
Ögmundur hélt hreinu - Kári tapaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá SonderjyskE sem gerði jafntefli við Horsens í danska boltanum. Liðin eru jöfn á stigum í efri hluta deildarinnar. Sonni Ragnar Nattestad fékk rautt spjald í leiknum.

Ögmundur Kristinsson hélt hreinu með AEL Larissa í Grikklandi sem lagði Giannina að velli með tveimur mörkum gegn engu.

Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Genclerbirligi sem tapaði óvænt fyrir Balikesirspor í tyrknesku B-deildinni.

Kári og félagar eru sem fyrr með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en þetta var fyrsta tap liðsins á tímabilinu.

Sveinn Aron Guðjohnsen var ónotaður varamaður er Spezia tapaði fyrir Salernitana í B-deildinni á Ítalíu. Sveinn hefur ekki fengið mikið af tækifærum hjá Spezia.

Horsens 1 - 1 SonderjyskE
0-1 Ch. Jakobsen ('13)
1-1 K. Junker ('36)
Rautt spjald: Sonni Nattestad, Horsens ('77)

AEL Larissa 2 - 0 Giannina
1-0 N. Golias ('50)
2-0 M. Deletic ('77)
Rautt spjald: M. Cikarski, Giannina ('48)

Salernitana 1 - 0 Spezia
1-0 R. Bocalon ('15)
Rautt spjald: P. Bartolomei, Spezia ('44)

Balikesirspor 3 - 1 Genclerbirligi
1-0 N. Caliskan ('26)
1-1 Mert Nobre ('59, víti)
2-1 O. Yilmaz ('89)
3-1 A. Ozgen ('93)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner