Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 14. mars 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sancho: Ekki til betri tilfinning
Mynd: Getty Images

Jadon Sancho skoraði fyrra mark Dortmund í 2-0 sigri liðsins gegn PSV á heimavelli í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Með sigrinum tryggði liðið sér sæti í átta liða úrslitum.


Sancho var að vonum gríðarlega ánægður með sigurinn.

„Við vissum að þetta yrði erfitt en við vorum að spila fyrir framan okkar stuðningsmenn svo við vorum í ákveðinni forystu. Ég vissi eftir ræðuna fyrir leikinn að við værum klárir," sagði Sancho.

Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í endurkomunni um síðustu helgi gegn Wolfsburg en í gær skoraði hann sitt fyrsta mark á heimavelli.

„Þetta var léttir, allir leikmenn vilja byrja leikinn vel og það er engin betri tilfinning en þetta. Borussia Dortmund hefur alltaf verið sérstakt fyrir mér. Ég sannaði mig fyrst hér svo ég er þakklátur félaginu og liðsfélögunum," sagði Sancho.

Sancho þurfti að fara meiddur af velli en hann segir að um varúðarráðstafanir hafi verið að ræða og þetta sé vonandi ekki alvarlegt.


Athugasemdir
banner