Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fös 14. desember 2018 14:29
Fótbolti.net
Innkastið valdi sameiginlegt lið Liverpool og Man Utd
Elvar og Daníel.
Elvar og Daníel.
Mynd: Innkastið
Í Innkasti vikunnar völdu Elvar Geir Magnússon og Daníel Geir Moritz sameiginlegt byrjunarlið Liverpool og Manchester United, í tilefni þess að liðin mætast á sunnudag.

Magnús Már og Halldór Marteins fengu svo það verkefni að dæma hvort lið Elvars eða Daníels væri sterkara.

„Ofboðslega svipuð lið enda átta leikmenn sem eru í báðum liðum. Ég tæki þó lið Daníels þar sem mér finnst það aðeins líklegra til árangurs. Það býr meira í Lukaku en hann hefur sýnt í vetur og sóknarlínan með honum er ógnvænleg. Alisson er síðan í markinu en hann hefur verið mjög góður í vetur," sagði Magnús.

Halldór valdi hinsvegar lið Elvars og enduðu leikar því 1-1.

„Finnst DDG betri en Alisson (báðir stórkostlegir samt), Gomez betri en Lovren og Lukaku eiginlega ekki eiga skilið að komast í svona lið, þótt ég hafi alltaf verið mikill Lukaku-peppari," sagði Halldór en liðin má sjá hér að neðan. Báðir velja mun fleiri úr Liverpool!

Innkastið er í samstarfi við Ölver í Glæsibæ en þar verður leikurinn á sunnudag að sjálfsögðu í beinni.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner