Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 14:31
Elvar Geir Magnússon
Tuchel opnar dyrnar fyrir Man Utd - „Elskaði að starfa á Englandi“
Verður Thomas Tuchel næsti stjóri Manchester United?
Verður Thomas Tuchel næsti stjóri Manchester United?
Mynd: Getty Images
Tuchel elskaði að starfa fyrir Chelsea.
Tuchel elskaði að starfa fyrir Chelsea.
Mynd: Getty Images
Það er nokkuð ljóst að Thomas Tuchel hefur áhuga á stjórastarfi Manchester United. Talið er líklegt að stjóraskipti verði á Old Trafford í sumar en þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Erik ten Hag.

Tilkynnt var í febrúar að Tuchel myndi láta af störfum hjá Bayern München eftir tímabilið en hann getur komið liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Bæjarar leika þá seinni leik sinn gegn Real Madrid á Spáni en fyrri leikurinn endaði 2-2.

Fjölmiðlamaður spurði Tuchel hvort líklegt væri á endurkomu í ensku úrvalsdeildina?

„Ég vil helst ekki svara þessari spurningu. En það er ekkert leyndarmál að ég elskaði að starfa fyrir Chelsea, ég elskaði að vera á Englandi og ég elska úrvalsdeildina," svaraði Tuchel.

„Mér þykir mjög vænt um tíma minn á Englandi."

Tuchel var stjóri Chelsea 2021-2022 og vann Meistaradeildina, Ofurbikarinn og HM félagsliða með liðinu. En eftir eigendaskiptin féll hann í ónáð hjá þeim sem ráða á Stamford Bridge.

Meðal annarra sem hafa verið orðaðir við stjórastarf United eru Zinedine Zidane, Roberto De Zerbi, Graham Potter og Gareth Soutghate.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner